image_portfolio

Haraldur Ingi Shoshan

Eftir að ég útskrifaðist úr tölvunarfræði við Háskóla Reykjavíkur 2018 fór ég að vinna í Sjóvá. Þar var ég aðallega í .Net bakenda forritun. Ég hef einnig mikinn áhuga á framendaforritun. Ég hef undanfarið verið að kynna mér React, Next.js, Node.js, einnig hef ég kynnt mér Typescript. Mér finnst gaman að kynna mér nýja hluti og læra.

Þegar ég er ekki að forrita, hef ég mjög gaman af tölvuleikjum, fótbolta, tónlist og spila ég á bassa í þungarokkshljómsveit. Ég hef einnig mjög gaman af því að teikna. Mér finnst einnig yndislegt að eyða tíma meö fjölskyldunni minni.

Verkefni

Drápa

Bjó til heimasíður fyrir hljómsveitina mína. Notaði React og Next.js til að búa til síðurnar. Notaði Tailwind til að stíla.

drapamusic.com
  • React
  • Next.js
  • Tailwind

Færni

Mín reynsla

Sjóvá

Reykjavík, Ísland

Ég byrjaði að vinna í Sjóvá í júlí 2018, strax eftir að ég útskrifaðist úr HR. Vinnan mín fólst í því að sinna innra kerfi starfsmanna og var ég þá aðallega að vinna í bakenda.

2018 - 2023

Háskólinn í Reykjavík

Reykjavík, Ísland

Byrjaði árið 2015 og útskrifaðist árið 2018 með BS gráðu í tölvunarfræði. Þar lærði ég m.a. um forritun, SQL forritun, vefhönnun og margt fleira.

2015-2018

Margmiðlunarskólinn

Reykjavík

Ég kláraði 2. ára diploma nám í Margmiðlunarskólanum, þar lærði ég meðal annars á öll helstu margmiðlunarforrit eins og t.d. Photoshop, After effects, Premiere pro, Illustrator, 3ds Max og margt fleira.

2009-2011

Fjölskyldan mín

mikaelHinrik
fam2
mikaelHinrik
mikaelHinrik2

Hafa samband

Endilega hafðu beint samband við mig í gegnum haraldurshoshan@gmail.com eða í gegnum formið hér að neðan